Bókasafn

Skólasafn Grundaskóla – Lestur er bestur

 

Hægt er að fletta upp í safnkosti bókasafnsins hér:

https://grundaskoli.leitir.is/

 


Skólasafnið er upplýsingamiðstöð skólans. Það er staðsett miðsvæðis þannig að allar leiðir liggja á safnið. Á safninu er lestrar- og vinnuaðstaða fyrir nemendur skólans auk þess sem þeir hafa aðgang að tölvum til verkefnavinnu og upplýsingaleitar. Á safninu er leitast við að þjóna öllum lánþegum safnsins, nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum hvort sem heldur við val á yndislestrarefni, heimildaleit eða mat á gildi efnis á netinu.

Steinunn Björg Gunnarsdóttir og Snorri Kristeifsson eru starfsmenn á bókasafni. (steinunn.bjorg.gunnarsdottir@grundaskoli.is og snorri.kristleifsson@grundaskoli.is)


Opnunartími
Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 8.00 – 16.00
Föstudaga  frá kl. 8.00 – 14:30

Um skólasafnið


Alls eru yfir 24.000 bækur skráðar á safninu. Það eru skáldsögur, fræðibækur og námsbækur unglingastigs. I-padar, dvd myndir og gamlar vhs spólur sem sumar hverjar eru enn notaðar.Það er ekki allt því á safninu eru líka óskráðar námsbækur skólans, verkefnabækur og eldra námsefni, yfir 30.000 eintök og sú tala hækkar með hverju árinu.



Á safninu fara fram útlán og skil á bókum og öðrum gögnum safnsins. Almennur útlánatími bóka er 3 vikur og má hver nemandi fá lánaðar tvær bækur í senn fyrir utan námsbækur.

Vorið 2017 var sjálfsafgreiðslustöð tekin í notkun og kunna bæði nemendur og kennarar vel að meta.
10 tölvur fyrir nemendur eru á safninu og eru þær ætlaðar til stuðnings við námið. Ipadar eru geymdir á safninu til útláns fyrir kennara til notkunar í bekkjum og námsaðstaða er fyrir 30 nemendur.

Ýmis verkefni eru í gangi á safninu. Þar má telja Upplestrakeppni miðstigs, lestraverkefni 2. bekkjar, bókakynningar og fleira.

Markmið


Meginmarkmið safnsins er að stuðla að læsi nemenda með góðu aðgengi að bókum sem hæfa aldri og áhuga hvers og eins og styðja þannig við læsisstefnu skólans. Einnig að efla upplýsingalæsi nemenda sem leita á safnið og vekja áhuga nemenda á að efla þekkingu sína með lestri fræðibóka.

Reglur



    • Sýnum öðrum virðingu. Á bókasafninu á að vera vinnufriður fyrir þá nemendur sem þar vinna verkefni sín.

 

    • Förum vel með bækurnar. Bækur eru ekki einnota heldur fara þær í gegnum margar hendur. Sýnum bókunum virðingu og öðrum lesendum þá tillitsemi að krota ekki inn í bækur.

 

    • Göngum vel um bókasafnið. Það er okkur öllum til góða að hafa snyrtilegt bókasafn þar sem hægt er að ganga að gögnunum vísum.

 

    • Tölvurnar eru eingöngu til verkefnavinnu og upplýsingaleitar. Góð umgengni í kringum tölvurnar er skilyrði þess að fá að nota þær.

 

    • Matur og drykkur er ekki leyfður á safninu.