Samvinna, traust og virðing

Grundaskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur á Akranesi og er annar tveggja grunnskóla á Akranesi.

Um 690 nemendur eru í skólanum


Grundaskóli

Grundaskóli

Grundaskóli

Grundaskóli

Grundaskóli

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Timían - skráning og matseðill

Einelti

Fréttir & tilkynningar

Eftir Heiða Viðarsdóttir 2. apríl 2025
BINGO Í SAL GRUNDASKÓLA
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 31. mars 2025
Síðustu daga höfum við í 3.bekk verið að vinna með Akrafjallið og tröllskessuna Jóku. Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin, m.a. endursögn um Jóku, málverk af Akrafjallinu og önnur fróðleg verkefni.  Við stefnum á að halda foreldrasýningu eftir páska þar sem nemendur munu fræða foreldra sína um Akraness með leik, söng og dansi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 31. mars 2025
Fréttir úr 4. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 28. mars 2025
Daði Rafn og Sigrún Inga sigurvegarar Upplestrarkeppni grunnskólanna

Gott að hafa í huga

  • Farsæld barna

    Á Íslandi hafa ný  lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandifrá 0 - 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.


    Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar og börn rétt á þjónustu tengiliðar eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fysta stigi í samræmi við óskir foreldra og eða barns. Tengiliður er einstaklingur í nærumhverfi barnsins:


    Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilbrigðisstofnunar. 


    Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. 


    Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. 


    Hér er hægt að óska eftir samtali við tengilið farsældar


  • Tengiliðir barna


    Tengiliðir í Grundaskóla: 


    Valgerður Jóna Oddsdóttir 1. - .4. bekkur. valgerdur.oddsdottir(hja)grundaskoli.is


    Ingibjörg Stefánsdóttir 5. - 7. bekkur ingibjorg.stefansdottir(hja)grundaskoli.is


    Berta Ellertsdóttir 8. - 10. bekkur. berta.ellertsdottir(hja)grundaskoli.is 


    Upplýsingar um farsæld barna á Akranesi

  • Ófullnægjandi skólasókn

  • Mötuneytið

    Matráðar í Grundaskóla veturinn 2024 - 2025 eru þær

    Regína Björk Ingþórsdóttir og Gréta Björg Björnsdóttir


    regina.ingthorsdottir(hja)grundaskoli.is og 

    greta.bjornsdottir(hja)grundaskoli.is


     

    Gjaldfrjáls Skólamáltíð 2024-2025

     



  • Foreldrasamstarf

    Foreldrar eru mikilvægir samstarfsmenn Grundaskóla þar sem þeir bera ábyrgð á uppeldi og umönnun barna sinna.


    Afar mikilvægt er að foreldrar finni sig velkomna í skólann og að aðstoð þeirra sé vel þegin og hafi gildi. Þess er vænst að foreldrar fylgist náið með námsframvindu barna sinna, gefi námi þess tíma, hvetji barnið áfram, sýni áhuga, tali jákvætt um skóla og skólastarf við barnið og spyrji viðeigandi spurninga (hver spurning á sinn stað og stund).


    Hvatt er til þess að foreldrar komi með virkum hætti að skólastarfinu með markvissum heimsóknum, þátttöku í starfi umsjónarbekkja, foreldrafélags og foreldraráðs.


    Mikil áhersla er lögð á að gott upplýsingastreymi sé á milli heimila og skóla. Við leggjum sérstaka áherslu á að foreldrar komi á árlegar haustkynningar, kynningar á námsverkefnum barnanna, fyrirlestra og námskeið  sem skólinn bíður upp á og sýni þannig námi og velferð barnanna áhuga með þátttöku sinni.


    Tvisvar sinnum á ári eru vitnisburðarviðtöl í skólanum þar sem barn og foreldrar koma saman og ræða um líðan og nám barnanna með formlegum hætti við umsjónarkennara.  Við hvetjum foreldra til að vera í samskiptum við skólann þess á milli um nám og velferð barna sinna.


    Í  grunnskólanum er unnið að því í samvinnu við heimilin að búa nemendur sem best undir líf og starf. Frumábyrgð á uppeldi og menntun hvílir á foreldrum.


    Hlutur grunnskólans felst einkum í því að sjá nemendum fyrir formlegri fræðslu og taka þátt í félagslegri mótun þeirra. Þetta sameignlega verkefni heimila og skóla kallar á gagnkvæmt traust, gagnkvæma upplýsingamiðlun, samábyrgð og samvinnu. (Aðalnámskrá - alm. hluti bls. 14)

  • Heimili og skóli


Helstu símanúmer

Skrifstofa skólans – skiptiborð 433-1400

Skólastjóri 433-1404

Aðstoðarskólastjórar 433-1406

Bókasafn 433-1413

Mötuneyti 433-1415

Húsvörður 433-1411


Starfsfólk


Markmið starfsmannastefnunnar er að sjá til þess að skólinn sé aðlaðandi vinnustaður þar sem þróast fagþekking, verkkunnátta og mikill vilji til þess að þjónusta nemendur og foreldra.