Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess (skv. 10. grein grunnskólalaga nr. 91).
Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.laga nr. 91.
Nemendaráð Grundaskóla og Nemendaráð Brekkubæjarskóla skipuleggja saman í samstarfi við Æskulýðsmiðstöðina Arnardal/Þorpið sameiginlegt félagsstarf á Akranesi. Það samstarf er undir verkstjórn starfsmanna æskulýðsmiðstöðvarinnar.
Skólaárið 2024 - 2025 skipa eftirtaldir stjórn nemendafélagsins:
Formenn:
Aldís Ingibjörg Ísólfsdóttir og Robert Elli Vífilsson
Meðstjórnendur:
- Aldís Karen Stefánsdóttir
- Alma Hlín Ingimarsdóttir
- Árný Lea Grímsdóttir
- Bríet Inga Pétursdóttir
- Dagný Lára Ottesen
- Elín Anna Viktorsdóttir
- Gunnar Heimir Ragnarsson
- Halldór Emil Unnarsson
- Hekla Dís Hilmarsdóttir
- Hekla María Davíðsdóttir
- Hera Ósk Ásgeirsdóttir
- Hrafnhildur Helga Arnardóttir
- Inga Lind Guðbergsdóttir
- Ísey Fannarsdóttir
- Jóhanna Vilborg Guðmundsdóttir
- Jón Auðunn Jónsson
- Julia Von Káradóttir
- Karen Líf Viðarsdóttir
- Lena Björk Bjarkadóttir
- Linda Kristey Gunnarsdóttir
- Ólöf Oddný Jansen
- Sigurbjörg Heiða Ívarsdóttir
- Sindri Leó Róbertsson
Meðstjórnendur eru fulltrúar allra bekkjardeilda á unglingastigi skólans.
- Hilmar Halldórsson og Aldís Rós Hrólfsdóttir eru umsjónaraðilar NFG
- Margrét Ákadóttir er tengiliður skólastjórnar við NFG
Markmið félagsins er að sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda í Grundaskóla sem og að gæta hagsmuna nemenda skólans með því m.a. að fjalla um áætlanir um skólastarf sbr. grunnskólalög. Aðalstjórn NFG hefur í samstarfi við umsjónarmann félagslífs umsjón með öllu félagsstarfi í unglingadeild Grundaskóla og samvinnu eða samþættingu við félagsstarf Arnardals/Þorpsins eða Brekkubæjarskóla.
Lög nemendafélags Grundaskóla.
- Almenn atriði.
- Nafn félagsins er Nemendafélag Grundaskóla (NFG) og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1995.
- Markmið félagsins:
- sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda í Grundaskóla.
- b) gæta hagsmuna nemenda skólans með því m.a. að fjalla um áætlanir um skólastarf sbr. grunnskólalög.
Allir nemendur Grundaskóla teljast félagar í NFG. Heimilt er að selja nemendaskírteini sem veita sérstök réttindi og afslætti varðandi starfsemi félagsins.
NFG skiptist í tvær deildir.
- - 7. bekk
8.- 10. bekk
Hollvinir (útskrifaðir nemendur)
- Aðsetur félagsins er í Grundaskóla á Akranesi.
- Lög þessi skulu endurskoðuð árlega af umsjónarmanni félagslífs og stjórn NFG og staðfest af skólastjóra.
- Aðalstjórn NFG.
- Í aðalstjórn eiga sæti fulltrúar bekkja í 8. – 10. bekk unglingadeildar Grundaskóla.
- Aðalstjórn skiptir með sér verkum, öðrum en þeim sem kosin eru beinni kosningu, á fyrsta fundi nýrrar stjórnar. (varaform., ritari o.fl.)
- Aðalstjórn hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum NFG. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum fjármálum NFG og skulu reikningar félagsins lagðir fram til endurskoðunar er skólaári lýkur eða eigi síðar en 1. júlí.
- Skólastjóri eða fulltrúi hans endurskoða reikninga NFG.
- Aðalstjórn NFG er bundin af lögum og reglum sem gilda um skólastarf og skólanámskrá skólans. Einnig formlegum samþykktum nemendafunda sem boðaðir eru skv. lögum þessum.
- Grundaskóli ræður umsjónarmann félagslífs, aðalstjórn NFG til aðstoðar og ráðgjafar.
- Formaður NFG eða staðgengill hans á rétt á setu á almennum kennarafundum. Hann skal þó víkja af fundi sé rætt um einstaka nemendur eða önnun trúnaðarmál.
- Aðalstjórn NFG fundar a.m.k. vikulega.
- Formaður stjórnar fundi en getur valið staðgengil sinn ef svo ber undir.
- Aðalstjórn skal boða til almennra nemendafunda á skólaárinu til að auka almenna þátttöku nemenda í félagsstarfinu. Nemendafundir þessir geta verið í formi bekkjarfunda, almennra málfunda, kvöldvaka eða annarra skemmtana.
- Á nemendafundum gilda almenn fundarsköp eftir því sem við verður komið. Komi til atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða. Á nemendafundum hafa nemendur Grundaskóla einir atkvæðisrétt og hefur hver nemandi eitt atkvæði. Nemendafundur skal boðaður með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara og umræðuefni kynnt á auglýsingatöflu skólans.
- Aðalstjórn skal reglulega senda út fréttir af starfsemi félagsins til félaga t.d. með fréttabréfi, tölvupósti, fréttum á heimasíðu eða í gegnum kjörna fulltrúa NFG í hverjum bekk.
- Aðalstjórn getur falið öðrum nemendum utan stjórnar ákv. verkefni s.s. að vera plötusnúðar, formenn klúbba eða umsjónarmenn einstakra verkefna á vegum félagsins.
- Aðalstjórn getur einnig falið bekkjaráðum ákv. stór verkefni í samráði við umsjónarmann félagslífs t.d. umsjón brauðsölu, rekstur sjoppu, gangbrautagæslu, útgáfu skólablaðs o.fl.
- Aðalstjórn NFG hefur í samstarfi við umsjónarmann félagslífs umsjón með öllu félagsstarfi í unglingadeild Grundaskóla.
- Aðalstjórn NFG hefur samstarf um skipulag félagsstarfs á Akranesi við fulltrúa Arnardals og Nemendafélags Brekkubæjarskóla (NFB).
- Í lok hvers skólaárs skal kosið í nemendaráð Grundaskóla.
- Kjörgengir eru nemendur 7. – 9. bekk yfirstandandi skólaárs.
- Í hverjum bekk skulu tveir nemendur kosnir í stjórn.Sá sem flest atkvæði fær er aðalmaður bekkjarins en hinn varamaður. Aðalmenn skulu sjá um að upplýsa varamenn sína og bekkjarsystkini um starfsemi NFG og bera boð eða óskir á milli, sé þess þörf.
- Kjósa skal formann og varaformann NFG beinni kosningu. Frambjóðendur koma úr röðum 9. bekkinga (verðandi 10. bekkinga).
- Fulltrúar 10. bekkinga í sitjandi aðalstjórn skipa kjörnefnd og skal hún boða til kosninga a.m.k. viku fyrir skólalok.
- Kjörnefnd tekur á móti framboðum og gætir þess að farið sé að lögum félagsins í tengslum við framboðið.
- Kjörnefnd skal sjá um framkvæmd kosningafundar er haldin skal fyrir kosningar. Á honum skulu allir frambjóðendur kynntir. Auglýsingar og áróður í tengslum við kosningar skulu fara eftir reglum sem skólastjóri eða fulltrúi hans setja.
- Kjörnefnd telur atkvæði og skulu úrslit birt eigi síðar en næsta virka skóladag eftir kjördag.
- Kjörnefnd hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald, í samstarfi við umsjónarmann féagslífs í öllum málum í tengslum við kosningar.
- Gildi laganna.
- Lög þessi öðlast nú þegar gildi og jafnframt falla öll önnur lög um félagsstarf í Grundaskóla úr gildi.
Endurskoðað og samþykkt í ágúst 2024.