Foreldrasáttmálinn

Í þessu forvarnarverkefni er m.a. bent á að foreldrar sem senda barn útsofið í skólann eru að leggja sitt af mörkum til að barnið nái æskilegum námsárangri.


Vinnum öll saman

Viku- og

heimavinnuáætlanir

Lestur á alltaf að vera hluti af heimanámi barna, sérstaklega er þetta mikilvægt meðan þau eru að ná tökum á lestrinum.


Gert er ráð fyrir að allir nemendur lesi heima daglega. Mikilvægt er að einhver fullorðinn hlusti og ræði textann við barnið til að efla skilning þess á textanum.



Rannsóknir sýna að áhugi fullorðinna á heimalestri barnanna skilar sér í aukinni lestrarfærni nemandans.

zzzzzzz....

Svefnþörf

Fleiri nemendur en áður mæta í skólann of seint, þreyttir og óúthvíldir. Sérstaklega ber að athuga stöðuna hjá þeim nemendum sem hafa sjónvarp og / eða tölvu í herbergum sínum.

Foreldrar vita oft ekki af því að krakkarnir eru vakandi löngu eftir að foreldrar fara að sofa.


Ég er að labbalabbalabba

Foreldrarölt

Tilgangurinn með foreldrarölti er að varna því að unglingar lendi í vanda og koma í veg fyrir hópamyndanir eftir löglegan útivistartíma. Nærvera fullorðinna þar sem unglingar hafa safnast saman hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif.


Með þessu minnkum við líkurnar á að unglingarnir lendi í aðstæðum sem ógna þeim eða hræða. Slík nærvera gefur unglingunum líka tækifæri til að leita aðstoðar fullorðinna ef á þarf að halda.