Grundaskóli gerðist þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskóli haustið 2011.
Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í sínu starfi. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri, félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Hugmyndin um heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilsueflingu. Sérstök áhersla er lögð á að vinna með sjö lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þessir þættir eru:
Í Grundaskóla er heilsueflingarteymi sem sér um ýmsa viðburði í skólastarfinu ásamt því að koma ýmsum hugmyndum og fróðleik til nemenda, kennara, starfsfólks og foreldra. Má þar helst nefna verkefni á borð við „Göngum í skólann“ og „Hjólum í vinnuna“. Einnig hreyfidagatal í desember ásamt skólahlaupi skólans. Unnið er með matráðum skólans og reynt að stuðla að hollum og fjölbreyttum kosti í mötuneyti skólans. Hreyfing og samvera starfsfólks bæði utan og innan vinnutíma er mikilvægur þáttur í heilsueflingarstefnu Grundaskóla. Nemendur koma einnig með hugmyndir og aðstoða við framkvæmd þess.
Nánari upplýsingar um hugmyndafræði heilsueflandi grunnskóla má finna á
https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskoli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. til fim. 7:30-15:30
Föstudaga til 13:30
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is