Nemendafélag

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess (skv. 10. grein grunnskólalaga nr. 91).Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.laga nr. 91.

Nemendaráð Grundaskóla og Nemendaráð Brekkubæjarskóla skipuleggja saman í samstarfi við Æskulýðsmiðstöðina Arnardal/Þorpið sameiginlegt félagsstarf á Akranesi. Það samstarf er undir verkstjórn starfsmanna æskulýðsmiðstöðvarinnar.

 Skólaárið 2024 - 2025 skipa eftirtaldir stjórn nemendafélagsins:


Formenn: 

Aldís Ingibjörg Ísólfsdóttir og Robert Elli Vífilsson

Meðstjórnendur:

Aldís Karen Stefánsdóttir

Alma Hlín Ingimarsdóttir

Árný Lea Grímsdóttir

Bríet Inga Pétursdóttir

Dagný Lára Ottesen

Elín Anna Viktorsdóttir

Gunnar Heimir Ragnarsson

Halldór Emil Unnarsson

Hekla Dís Hilmarsdóttir

Hekla María Davíðsdóttir

Hera Ósk Ásgeirsdóttir

Hrafnhildur Helga Arnardóttir

Inga Lind Guðbergsdóttir

Ísey Fannarsdóttir

Jóhanna Vilborg Guðmundsdóttir

Jón Auðunn Jónsson

Julia Von Káradóttir

Karen Líf Viðarsdóttir

Lena Björk Bjarkadóttir

Linda Kristey Gunnarsdóttir

Ólöf Oddný Jansen

Sigurbjörg Heiða Ívarsdóttir

Sindri Leó Róbertsson

 


Meðstjórnendur eru fulltrúar allra bekkjardeilda á unglingastigi skólans. 

 
  • Hilmar Halldórsson og Aldís Rós Hrólfsdóttir eru umsjónaraðilar NFG
  • Margrét Ákadóttir er tengiliður skólastjórnar við NFG



Markmið félagsins er að sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda í Grundaskóla sem og að gæta hagsmuna nemenda skólans með því m.a. að fjalla um áætlanir um skólastarf sbr. grunnskólalög. Aðalstjórn NFG hefur í samstarfi við umsjónarmann félagslífs umsjón með öllu félagsstarfi í unglingadeild Grundaskóla og samvinnu eða samþættingu við félagsstarf Arnardals/Þorpsins eða Brekkubæjarskóla. 

 Lög  nemendafélags Grundaskóla.



    1. Almenn atriði.

    • Nafn félagsins er Nemendafélag Grundaskóla (NFG) og starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 66/1995.
    • Markmið félagsins:

 

    1. sjá um og skipuleggja félagslíf nemenda í Grundaskóla.
    1. b) gæta hagsmuna nemenda skólans með því m.a. að fjalla um áætlanir um skólastarf sbr. grunnskólalög.

        • Allir nemendur Grundaskóla teljast félagar í NFG.  Heimilt er að selja nemendaskírteini sem veita sérstök réttindi og afslætti varðandi starfsemi félagsins.

        • NFG skiptist í tvær deildir.

 

    1. - 7. bekk

              8.- 10. bekk



Hollvinir (útskrifaðir nemendur)

    • Aðsetur félagsins er í Grundaskóla á Akranesi.
    • Lög þessi skulu endurskoðuð árlega af umsjónarmanni félagslífs og stjórn NFG og staðfest af skólastjóra.

 

    1. Aðalstjórn NFG.

 

    • Í aðalstjórn eiga sæti fulltrúar bekkja í 8. – 10. bekk unglingadeildar Grundaskóla.
    • Aðalstjórn skiptir með sér verkum, öðrum en þeim sem kosin eru beinni kosningu, á fyrsta fundi nýrrar stjórnar. (varaform., ritari o.fl.)
    • Aðalstjórn hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald í öllum almennum málum NFG. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum fjármálum NFG og skulu reikningar félagsins lagðir fram til endurskoðunar er skólaári lýkur eða eigi síðar en 1. júlí.
    • Skólastjóri eða fulltrúi hans endurskoða reikninga NFG.
    • Aðalstjórn NFG er bundin af lögum og reglum sem gilda um skólastarf og skólanámskrá skólans. Einnig formlegum samþykktum nemendafunda sem boðaðir eru skv. lögum þessum. 
    • Grundaskóli ræður umsjónarmann félagslífs, aðalstjórn NFG til aðstoðar og ráðgjafar. 
    • Formaður NFG eða staðgengill hans á rétt á setu á almennum kennarafundum. Hann skal þó víkja af fundi sé rætt um einstaka nemendur eða önnun trúnaðarmál.
    • Aðalstjórn NFG fundar a.m.k. vikulega.
    • Formaður stjórnar fundi en getur valið staðgengil sinn ef svo ber undir.
    • Aðalstjórn skal boða til almennra nemendafunda á skólaárinu til að auka almenna þátttöku nemenda í félagsstarfinu. Nemendafundir þessir geta verið í formi bekkjarfunda, almennra málfunda, kvöldvaka eða annarra skemmtana.
    • Á nemendafundum gilda almenn fundarsköp eftir því sem við verður komið. Komi til atkvæðagreiðslu ræður einfaldur meirihluti greiddra atkvæða.  Á nemendafundum hafa nemendur  Grundaskóla einir atkvæðisrétt og hefur hver nemandi eitt atkvæði.  Nemendafundur skal boðaður með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara og umræðuefni kynnt á auglýsingatöflu skólans.
    • Aðalstjórn skal reglulega senda út fréttir af starfsemi félagsins til félaga t.d. með fréttabréfi, tölvupósti, fréttum á heimasíðu eða í gegnum kjörna fulltrúa NFG í hverjum bekk.
    • Aðalstjórn getur falið öðrum nemendum utan stjórnar ákv. verkefni s.s. að vera plötusnúðar, formenn klúbba eða umsjónarmenn einstakra verkefna á vegum félagsins.
    • Aðalstjórn getur einnig falið bekkjaráðum ákv. stór verkefni í samráði við umsjónarmann félagslífs t.d. umsjón brauðsölu, rekstur sjoppu, gangbrautagæslu, útgáfu skólablaðs o.fl.
    • Aðalstjórn NFG hefur í samstarfi við umsjónarmann félagslífs umsjón með öllu félagsstarfi í unglingadeild Grundaskóla.
    • Aðalstjórn NFG hefur samstarf um skipulag félagsstarfs á Akranesi við fulltrúa Arnardals og Nemendafélags Brekkubæjarskóla (NFB). 
    • Í lok hvers skólaárs skal kosið í nemendaráð Grundaskóla. 
    • Kjörgengir eru nemendur 7. – 9. bekk yfirstandandi skólaárs.
    • Í hverjum bekk skulu tveir nemendur kosnir í stjórn.Sá sem flest atkvæði fær er aðalmaður bekkjarins en hinn varamaður.  Aðalmenn skulu sjá um að upplýsa varamenn sína og bekkjarsystkini um starfsemi NFG og bera boð eða óskir á milli, sé þess þörf.
    • Kjósa skal formann og varaformann NFG beinni kosningu. Frambjóðendur koma úr röðum 9. bekkinga (verðandi 10. bekkinga).
    • Fulltrúar 10. bekkinga í sitjandi aðalstjórn skipa kjörnefnd og skal hún boða til kosninga a.m.k. viku fyrir skólalok. 
    • Kjörnefnd tekur á móti framboðum og gætir þess að farið sé að lögum félagsins í tengslum við framboðið. 
    • Kjörnefnd skal sjá um framkvæmd kosningafundar er haldin skal fyrir kosningar. Á honum skulu allir frambjóðendur kynntir.  Auglýsingar og áróður í tengslum við kosningar skulu fara eftir reglum sem skólastjóri eða fulltrúi hans setja. 
    • Kjörnefnd telur atkvæði og skulu úrslit birt eigi síðar en næsta virka skóladag eftir kjördag. 
    • Kjörnefnd hefur ákvörðunar- og framkvæmdavald, í samstarfi við umsjónarmann féagslífs í öllum málum í tengslum við kosningar.

 

    1. Gildi laganna.

 

    • Lög þessi öðlast nú þegar gildi og jafnframt falla öll önnur lög um félagsstarf í Grundaskóla úr gildi.

 

Endurskoðað og samþykkt í ágúst 2024.