Brunavarnir í Grundaskóla
Viðbrögð þegar viðvörunarkerfið fer í gang |
Þegar viðvörunarkerfið fer í gang skulu viðbrögð vera:
- Kennari og stuðningsfulltrúi safni námshópi sínum saman eða fullvissi sig um að allir nemendur séu í hópnum.
- Kennari sæki plastvasa með nafnalista hóps síns til að merkja við úti.
- Kennari og stuðningsfulltrúi verði tilbúnir með hópinn sinn til að yfirgefa húsið. Þegar skipun kemur um það eða viðvörunarkerfið fer í gang að nýju (í annað sinn).
- Ef rýma þarf húsið fer kennari/stuðningsfulltrúi með hóp sinn styðstu leið út um næsta útgang og sér til þess að allir í hópnum fari á sinn söfnunarstað úti.
Söfnunarstaður yngsta stigs er við fótboltavöll yngsta stigs nær íþróttahúsi.
Söfnunarstaður miðstigs á körfuboltavelli við útitröppur miðstigs.
Söfnunarstaður unglingastigs er á gervisgrasvelli.
Söfnunarstaður lausu kennslustofanna er á horni lóðar (grasi) nálægt kennarabílastæði.
- Skólaliðar haldi sig á kennslusvæðum, meti hvaða rýmingarleið er best og aðstoði kennara/stuðningsfulltrúa við rýmingu skólans.
- Þegar allir eru komnir á sín söfnunarsvæði merkir kennari við og fer yfir nafnalistann til að fullvissa sig um að allir í hópnum hafi komist út. Um leið og kennari er búinn að fara yfir nafnalistann veifar hann spjaldi sem finna má í plastvasanum. Grænu spjaldi ef allir í hópnum eru á staðnum, rauðu spjaldi ef einhvern úr hópnum vantar.
- Kennari/stuðningsfulltrúi bíða með hópnum og fá skilaboð framhaldið.