Langtímaleyfi

Umsókn um langtímaleyfi (hlekkur)

Grunnskólanemendur eru skólaskyldir samkvæmt lögum um grunnskóla 91/2008.

Á foreldrum hvílir sú skylda að börn sæki skóla. Foreldrar verða að tilkynna veikindi barna sinna til skólans og sækja um leyfi fyrir þau gerist þess þörf. Fari skólasókn nemenda niður fyrir 80 % á hverjum tíma skal umsjónarkennari gera foreldrum viðvart og ef skólasókn tekur engum breytingum eftir það fer ákveðið ferli í gang (sjá þrep fyrir neðan).

Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar eru í eftirfarandi þrepum. Á milli þrepa fá nemendur ásamt foreldrum/forráðamönnum 2-3 vikur til að bæta skólasókn.