Snjalltæki

Snjalltæki í Grundaskóla:

Reglur um netnotkun, rafræn samskipti og meðferð snjalltækja

Í Grundaskóla höfum við valið okkur þrjú gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu skólastarfinu: Samvinna, traust og virðing.

Gildin okkar endurspeglast í skólareglunum sem eru fáar og einfaldar þar sem lögð er áhersla á ábyrgð og skyldur allra hlutaðeigandi. Vegna aukinnar notkunar á ýmis konar snjalltækjum í skólasamfélaginu viljum við hins vegar undirstrika að við fylgjum eftirfarandi verklagsreglum: ▪ Nemendum er heimilt að nota snjalltæki í skólastarfinu í samráði við kennara og eru viðkomandi tæki í eigu skólans.

▪ Nemendum í 8.-10. bekk fá afhentar fartölvur og aðgang að þráðlausu neti skólans á skólatíma.

▪ Nemendur þurfa leyfi kennara til að nota snjalltæki s.s. síma á skólatíma. Ef slík tæki tengjast sérstakri námsvinnu mun umsjónarkennari       tilkynna um slíkt til foreldra og forráðamanna fyrirfram.

▪ Snjalltæki í einkaeigu eru ekki leyfð á skólatíma og eiga helst að vera heima en að öðrum kosti í skólatöskum eða öðrum vörðum stað.

▪ Við förum fram á það að allir sýni nærgætni og virðingu í samskiptum bæði í daglegu skólastarfi sem og á Netinu og ýmsum   samfélagsmiðlum.  Ekki er við hæfi að birta myndir af einstaklingum á netsíðum án samþykkis þeirra og gætum þess að fara varlega í því sem   við segjum á Netinu.

Munum að vinna saman og sýna hvert öðru traust og virðingu. Við ætlumst til að allir virði ofangreindar verklagsreglur. Við skýr brot á þessum reglum munu skólastjórnendur áskilja sér rétt til að takmarka notkun viðkomandi nemenda á snjalltækjum að höfðu samráði við foreldra/forráðamenn.