Einelti er ójafn leikur þar sem einn aðili eða fleiri hafa ítrekað farið yfir persónuleg mörk annars aðila með líkamlegu, andlegu eða félagslegu ofbeldi eða félagslegri einangrun.
Einelti getur þrifist alls staðar þar sem samskipti eiga sér stað án tillits til aldurs fólks, vitsmunaþroska, efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu.
Í Grundaskóla er unnið eftir aðgerðaráætlun gegn einelti sem unnin var af starfshópi á vegum Akraneskaupstaðar. Hana er hægt að nálgast með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Í Grundaskóla er starfandi eineltisteymi sem fundar að jafnaði um tvisvar í mánuði eða oftar ef nauðsyn krefur. Rétt er að geta þess að annars staðar á síðunni (Umsóknir og eyðublöð) er hægt að nálgast eyðublað sem hægt er að prenta út ef foreldrar vilja legga fram tilkynningu um grun um einelti en einnig er hægt nálgast sama eyðublað á tenglinum hér fyrir neðan:
Rafræn tilkynning grun um einelti
http://www.grundaskoli.is/wp-content/uploads/2017/09/Grunur-um-einelti-Tilkynning.pdf