Fréttir af 10. bekk # Ég lofa
Heiða Viðarsdóttir • 10. apríl 2025

# Ég lofa
Það voru fjórir nemendur úr 10. bekk sem tóku þátt í umræðum ásamt jafnöldrum sínum í tengslum við herferðina #Ég lofa, þar sem vakin er athygli á kynferðisafbrotum gegn börnum.
Umræðurnar fóru fram á netinu þar sem 5-7 ungmenni spjölluðu saman en það er mikilvægt að rödd unga fólksins heyrist. Nemendur ræddu m.a. um forvarnir, viðbrögð og stuðning.
Nemendurnir sem tóku þátt voru: Ari Úlrik Hannibalsson, Enok Logi Ásgeirsson, Margrét Magnúsdóttir og Tinna Björg Jónsdóttir.
Við erum stolt af nemendum okkar.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.