Pangea Stærðfræðikeppnin

Þrír fulltrúar Grundaskóla í lokaúrslit
Fulltrúar 8. bekkjar í loka úrslitum Pangea Stærðfræðikeppnar
Eftir áramót hafa krakkarnir í 8. bekk verið að taka þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Keppnin fer þannig fram að allir krakkarnir taka þátt í fyrstu umferð og eftir það er um það bil helmingur krakkanna sem komast áfram í aðra umferð. Þessi hluti keppninar fer fram hjá okkur í skólanum.
Allir sem tóku þátt stóðu sig mjög vel og gerðu sitt besta til að að komast áfram í báðum umferðum.
Eftir aðra umferð komast einungis 50 krakkar áfram á öllu landinu í lokakeppnina sem haldin verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 17. maí.
Grundaskóli á þrjá fulltrúa í lokaúrslitum í 8. bekk og það eru þeir Daníel Rafnar Þórólfsson, Einar Orri Brandsson og Viktor Hugi Sigurgeirsson.
Við kennarar í árganginum viljum þakka öllum krökkunum fyrir þátttökuna og óskum þeim sem komust í úrslit, til hamingju.