Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
31. mars 2025
Síðustu daga höfum við í 3.bekk verið að vinna með Akrafjallið og tröllskessuna Jóku. Ýmis skemmtileg verkefni hafa verið unnin, m.a. endursögn um Jóku, málverk af Akrafjallinu og önnur fróðleg verkefni. Við stefnum á að halda foreldrasýningu eftir páska þar sem nemendur munu fræða foreldra sína um Akraness með leik, söng og dansi.