Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 9. apríl 2025

Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Sem hluti af náttúrufræðiverkefni í 8. bekk útbjuggu nemendur vatnssíu. Í það þurftu þau 2L flösku ásamt bómul, grysju og teyju til að búa til síu á stútinn.
Ofan í flöskuna fengu þau svo grófa möl, fína möl, fínan sand og spýtukurl til að setja í flöskuna sem notað er til að hreinsa vatnið.
Nemendur unnu tvö og tvö saman til að útbúa síuna sína með mismunandi upplýsingum. Þau drógu land í heiminum, sumir voru með góðar upplýsingar en aðrir þurftu að finna út úr því hvað virkar best. Vatnið kom misvel út.
Nemendur áttu svo að gera kynningu á landinu sínu og hvernig gekk að leysa verkefnið. Leiðbeiningarnar voru mismunandi eftir því hvaða land þau voru með. Sumir máttu nota tölvur en aðrir einungis blýant.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.