Nýbygging tekin í notkun
Heiða Viðarsdóttir • 22. apríl 2025

Nýbygging tekin í notkun eftir páskafrí

Það eru sannkölluð tímamót hjá okkur í Grundaskóla því á morgun, þriðjudaginn 23. apríl, ætlum við að taka á móti nemendum í 1.-3.bekk í ,,nýbyggingunni".
Við erum full tilhlökkunar að hefja kennslu þar og hlökkum til að taka á móti börnunum ykkar.
Á meðfylgjandi myndum sjáið þið anddyrin sem börnin eiga að koma inn um.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.