Listaverk í stærðfræði
Heiða Viðarsdóttir • 26. febrúar 2025

Stærðfræði í 6. bekk
Við í 6. bekk höfum verið að vinna með form í rúmfræði í stærðfræði. Krakkarnir fengu þau frjálsu fyrirmæli að gera listaverk en einungis nota þrjú form; trapisu, samsíðung og tígul.
Fyrsta skref var að teikna listaverkið upp í reiknisbókina. Miklar pælingar fóru í listaverkin en margir hverjir ákváðu að gera ýmiskonar fígúrur.
Næsta skref var að klippa formin, sem notuð voru í listaverkin, út á karton og raða þeim síðan rétt upp. Þannig mynduðum við fjölbreytt og skemmtileg verk.
Myndir segja meira en orð...
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.