Stærðfræðikeppni grunnskóla

Heiða Viðarsdóttir • 20. febrúar 2025

Stærðfræðikeppni grunnskóla 2025



Föstudaginn 14. febrúar tóku 46 nemendur úr 8. -10. bekk þátt í stærðfræðikeppni FVA.

Þetta var í 25. skipti sem keppnin er haldin en markmið hennar er að auka áhuga nemenda á stærðfræði ásamt því að vera gott tækifæri til að takast á við litróf hennar.

Við erum stolt af þeim nemendum sem tóku þátt og þeir stóðu sig vel. 


Eftir Heiða Viðarsdóttir 28. mars 2025
Daði Rafn og Sigrún Inga sigurvegarar Upplestrarkeppni grunnskólanna
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 28. mars 2025
Nemendur í 2. bekk fengu nýja reynslu þegar þeir unnu í fyrsta skiptið í nýju eldhúsi heimilisfræðinnar. Börnin höfðu mikla ánægju af því að vera í björtu og vel útbúnu eldhúsi og sagði eitt þeirra að það væri sérstaklega gaman að hafa sitt eigið eldhús. Í þessu verkefni æfðu þau skynfærin sín og bökuðu kryddbrauð. Í því ferli æfðu þau einnig að nota lýsingarorð til að lýsa lyktinni af kryddunum, sem gerði reynsluna enn skemmtilegri.  Börnin lýstu lyktinni á fjölbreyttan hátt, allt frá því að vera "sterk" til "fínu" og "heita." Það var greinilegt að þau voru bæði upptekin og spennt yfir því að nýta hæfileika sína í eldhúsinu!
Eftir Heiða Viðarsdóttir 28. mars 2025
Foreldrar í 7. bekk þinguðu um samskipti og tækni
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. mars 2025
Í gær var unglingadeildin með árshátíðar PEPP ásamt Brekkubæjar- og Heiðarskóla.  Öllum krökkunum var blandað saman og skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn var í íþróttahúsinu á Vesturgötu og hinn hópurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Krökkunum var skipt í lið eftir litum og kepptu í ýmsum skemmtilegum leikjum og fengu stig fyrir. Tilkynnt verður um vinningsliðið á árshátíðinni sem er á morgun. Þessi dagur gekk mjög vel og við getum verið mjög stolt af unglingunum okkar
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. mars 2025
Frístundanámskeið-kransakaka. Á dögunum fór fram skemmtilegt kransakökunámskeið fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að búa til fallega og bragðgóða kransakökur frá deigi til samsetningu. Allir tóku þátt af miklum áhuga og einbeitingu, og var stemmingin í loftinu mjög góð.  Þegar námskeiðinu lauk var gleðin mikil og var óhætt að segja að bæði börn og foreldrar hafi verið mjög ánægðir með útkomuna, og hafa nú fleiri tól og tæki til að skapa eftirminnilega kökur fyrir ferminguna.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 26. mars 2025
Á fimmtudaginn í síðustu viku tóku nemendur í 7. bekk Grundaskóla þátt í fallegu verkefni. Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akraneskaupstaðar og gengur undir nafninu ,,Að brjóta 1000 trönur’’.  Leiðbeinendur verkefnisins eru þær Borghildur Jósúadóttir og Bryndís Siemsen en báðar eru þær fyrrum kennarar við skólann. Borghildur kom og kenndi nemendum 7. bekkjar að brjóta trönur, en trana er heilagur og táknrænn fugl í Japan. Origami er aldagamalt japanskt pappírsbrot og segir þjóðtrúin að með því að brjóta 1000 trönur á einu ári verði ósk manns uppfyllt. Trana er orðin friðartákn um allan heim og ætla Borghildur og Bryndís ásamt fleirum að brjóta 1000 trönur fyrir friði í heiminum. Okkur í 7. bekk þótti ákaflega vænt um að fá að taka þátt í þessu verkefni með þeim.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 26. mars 2025
Nemendaráð Grundaskóla
Eftir Heiða Viðarsdóttir 25. mars 2025
Í haust byrjuðum við í 7. bekk að læra um fiska og aðrar sjávarlífverur
Eftir Heiða Viðarsdóttir 24. mars 2025
Við í 1. bekk höfum verið í ýmsum verkefnum
Show More