Við í 9. bekk gerðum tilraun um bakteríur.
Tilraunin gekk út á það að sjá hversu miklar bakteríur við vorum með. Við fengum agarskál með blóðagra frá Landspítalanum sem við notuðum í tilraunina.
Við byrjuðum á því að skipta skálinni með blóðagrinum í fjóra hluta, í fyrsta hlutanum áttum við að pota fingrinum ofan í blóðagrið.
Í öðrum hluta áttum við að þrífa puttann og dýfa honum aftur ofan í blóðagrið.
Svo í þriðja hluta áttum við að strjúka lyklaborðið á tölvunni okkar með eyrnapinna og dreifa því á blóðagrið og svo að lokum þrifum við lyklaborðið og strukum það aftur með eyrnapinna og svo í blóðagrið.
Þegar þessu var lokið pökkuðum við öllum agarskálunum vel inn og settum í pappakassa og geymdum kassann svo í hitakompu hér í skólanum.
Eftir tvo daga fengum við svo skálarnar til baka og áttum að skoða niðurstöðurnar. Það var áhugavert að sjá hvað var búið að gerast í skálunum þessa tvo daga.
En hjá sumum voru mun fleiri bakteríur en hjá öðrum og hvernig bakteríurnar voru minni eftir að við þrifum og sprittuðum.