Í verkefnavinnunni var lögð rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og leitarvinnu þar sem krakkarnir þurftu meðal annars að leita sér upplýsinga um fiska með skrýtna lögun, bera saman tvo fiska frá ólíkum búsvæðum og segja frá sínum uppáhalds fiski.
Eitt af verkefnunum var að hanna sinn eigin fantasíufisk og búa hann síðan til úr leir. Við enduðum á því að fá fiska til þess að kryfja. Við skoðuðum innyflin og rannsökuðum líffæri fiska, bæði í víðsjá og smásjá.
Í lok dags voru fiskarnir flakaðir. Daginn eftir var hann eldaður og bragðaðist hann ljómandi vel.