Fiskar í 7. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 25. mars 2025

Í haust byrjuðum við í 7. bekk að læra um fiska og aðrar sjávarlífverur

Í verkefnavinnunni var lögð rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og leitarvinnu þar sem krakkarnir þurftu meðal annars að leita sér upplýsinga um fiska með skrýtna lögun, bera saman tvo fiska frá ólíkum búsvæðum og segja frá sínum uppáhalds fiski.
Eitt af verkefnunum var að hanna sinn eigin fantasíufisk og búa hann síðan til úr leir. Við enduðum á því að fá fiska til þess að kryfja. Við skoðuðum innyflin og rannsökuðum líffæri fiska, bæði í víðsjá og smásjá.
Í lok dags voru fiskarnir flakaðir. Daginn eftir var hann eldaður og bragðaðist hann ljómandi vel.








Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.