Hópefli hjá stjórn nemendaráðs
Heiða Viðarsdóttir • 26. mars 2025

Nemendaráð Grundaskóla
Við í Grundaskóla erum svo heppin að eiga úrvals nemendaráð (NFG) sem heldur úti öflugu félagsstarfi í skólanum sem og að halda utan um ýmis hagsmunamál nemenda. Stjórn NFG er skipuð fulltrúum úr öllum bekkjum úr 8. - 10. bekk.
Í vikunni fór hópurinn í náms- og hópeflisferð til höfuðborgarinnar og skemmti sér konunglega saman. Framundan eru margir stórviðburðir s.s. árshátíð, lokaball o.fl. og því mikilvægt að fagna öflugu starfi en leggja einnig línur fyrir komandi verkefni.
Hér má sjá myndir af OKKAR fólki í stjórn NFG í þessari fjörugu en velheppnuð ferð.


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.