Við í Grundaskóla erum svo heppin að eiga úrvals nemendaráð (NFG) sem heldur úti öflugu félagsstarfi í skólanum sem og að halda utan um ýmis hagsmunamál nemenda. Stjórn NFG er skipuð fulltrúum úr öllum bekkjum úr 8. - 10. bekk.
Í vikunni fór hópurinn í náms- og hópeflisferð til höfuðborgarinnar og skemmti sér konunglega saman. Framundan eru margir stórviðburðir s.s. árshátíð, lokaball o.fl. og því mikilvægt að fagna öflugu starfi en leggja einnig línur fyrir komandi verkefni.
Hér má sjá myndir af OKKAR fólki í stjórn NFG í þessari fjörugu en velheppnuð ferð.