Á þriðjudag stóðu foreldrar í 7. bekk fyrir fróðlegum fræðslufundi um snjalltæki og samskiptamál.
Fyrirlesarar komu úr foreldrahópnum og fundarsókn var frábær en ríflega sextíu foreldrar eða forráðmenn úr 7. bekk mættu á fræðslufundinn. Mikil samstaða ríkti á fundinum og foreldrar sammála um að mikilvægt sé að hafa reglur um notkun síma og annarra snjalltækja. Hér gildir einfaldlega, annað hvort stjórnar maður notkun og nýtingu tækninnar eða að þér er stjórnað af tækninni.
Vonandi fylgja fleiri árgangar þessu fordæmi og standa fyrir sambærilegum fræðslufundum.