Heimilisfræði í 2.bekk.
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 28. mars 2025

Nemendur í 2. bekk fengu nýja reynslu þegar þeir unnu í fyrsta skiptið í nýju eldhúsi heimilisfræðinnar.
Börnin höfðu mikla ánægju af því að vera í björtu og vel útbúnu eldhúsi og sagði eitt þeirra að það væri sérstaklega gaman að hafa sitt eigið eldhús.
Í þessu verkefni æfðu þau skynfærin sín og bökuðu kryddbrauð.
Í því ferli æfðu þau einnig að nota lýsingarorð til að lýsa lyktinni af kryddunum, sem gerði reynsluna enn skemmtilegri.
Börnin lýstu lyktinni á fjölbreyttan hátt, allt frá því að vera "sterk" til "fínu" og "heita." Það var greinilegt að þau voru bæði upptekin og spennt yfir því að nýta hæfileika sína í eldhúsinu!
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.