Árshátíðarpepp
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 27. mars 2025

Í gær var unglingadeildin með árshátíðar PEPP ásamt Brekkubæjar- og Heiðarskóla.
Öllum krökkunum var blandað saman og skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn var í íþróttahúsinu á Vesturgötu og hinn hópurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Krökkunum var skipt í lið eftir litum og kepptu í ýmsum skemmtilegum leikjum og fengu stig fyrir.
Tilkynnt verður um vinningsliðið á árshátíðinni sem er á morgun.
Þessi dagur gekk mjög vel og við getum verið mjög stolt af unglingunum okkar
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.