Í þessari viku var Tannverndavika.
Við í 1.bekk horfðum á Karíus og Baktus, unnum
verkefni tengt hollt og óhollt fyrir tennurnar. Umræður um allskonar sykurmagn í
vörum. Tókum könnun á meðal nemenda hverjir væru duglegir að bursta tennur
kvölds og morgna. Ýmsan fróðleik er hægt að finna inn á Heilsuveru.
Svo fórum við í göngutúr í fallegu skógræktina okkar. Nemendur fengu verkefni að búa til fyrsta
stafinn í nafninu sínu með könglum.
Einnig var fróðleikur um Harpix sem kemur frá
trjánum, sem notað er í handboltaleikjum
Byrendalæsi
Við tókum fyrir bókina "Etna og Enok ferðast um Ísland". Stafirnir sem unnið var með
voru Æ- Í- F. Lykilorðin voru ferðalag, ærslabelgur og Ísland. Við unnum í hópunum
gulur, rauður, grænn.
Dagur Stærðfræðinnar
Við í 1. bekk tókum að sjálfsögðu þátt í degi stærðfræðinnar sem var föstudaginn 14.
mars. Í hverri stofu voru settar upp allskonar stærðfræðistöðvar allt frá því að telja,
kubba, skrifa tölustafi, vinna í ipad og margt fleira.
Skemmtileg vinna.