Mín framtíð
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 13. mars 2025


9. og 10.b. fóru á viðburðinn ,,Mín framtíð" í Laugardalshöll.
Fjöldi framhaldsskóla kynntu námsframboð sitt auk þess sem fram fór Íslandsmót iðn- og verkgreina.
Nemendur voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.
Einnig var gaman að sjá fyrrverandi nemendur Grundaskóla bæði sem keppendur á Íslandsmótinu og sem starfsmenn.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
2. apríl 2025
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. 7.bekkur í Grundaskóla æfir nú leikritið Bláa hnöttinn. Sýningar fyrir skólann fara fram í næstu viku og er frumsýning 3.apríl. Foreldrasýningar verða í vikunni eftir. Það einstaka við þessa uppsetningu er að leikmynd er alfarið í höndum nemenda. Gaman var að sjá hvað allir hjálpuðust að. Æfingar hafa gengið vel og erum við nú á lokametrunum. Leikstjórn er í höndum Lilju Margrétar Riedel.