Á miðvikudaginn héldu nemendur í 1. bekk upp á þann merka áfanga að hafa verið 100 daga í Grundaskóla.
Dagurinn var tileinkaður tölunni 100 þar sem unnin voru skemmtileg verkefni í tengslum við hana. Nemendur bjuggu sér til kórónur sem þau báru hreykinn allann daginn og gerðu fallega sjálfsmynd og skrifðu niður framtíðardrauma sem vonandi rætast fyrir 100 ára aldurinn.
Þennan dag komu leikararnir úr sýningunni Úlfur úlfur í heimsókn við mikinn fögnuð krakkana. Dagurinn endaði svo á því að allir fengu popp og horfðu á videó.
Frábær dagur hjá 1. bekk í Grundaskóla.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is