17.mars - dagur tileinkaður mannréttindum í heiminum

Á morgun  17.mars er dagur tileinkaður mannréttindum í heiminum. Okkar langar til að taka þátt í þessu alþjóðlega verkefni sem snýst m.a. um að mynda táknrænan hring í kringum skólann.  Við viljum að nemendur og starfsfólk safnist saman klukkan 10:30 fyrir utan skólann og myndi hring þar sem allir leiðast.
Á morgun er einnig grænn dagur þar sem Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa og fyrirtæki til að skarta einhverju grænu í tengslum við dagskrá Írsku vetrardaganna sem hefjast á morgun og sjálfsögðu reynum við að verða við þeirri bón þótt seint sé.