2. bekkur á Bjarteyjarsandi


Mánudaginn 9. maí fóru 2. bekkur á Bjarteyjarsand í blíðskaparveðri. Arnheiður og Þórdís tóku vel á móti hópnum og fræddu hann um dýrin ásamt að sýna þeim svæðið. Í fjárhúsinu sáu börnin kindur, kanínur og geitur. Allir fengu að halda á lambi og leika í heyinu.
Úti voru hestar, kisa, gæs, hænur og 4 hundar. Börnin borðuðu nesti á leikvellinum og fóru síðan þaðan í fjöruna. Þetta var skemmtileg ferð og allir stóðu sig vel.