Í september höfum við verið með útikennslu á miðvikudögum.
Við byrjuðum á því að fara með allan hópinn í skógræktina að taka upp kartöflurnar sem við settum niður í vor. Uppskeran var frekar dræm en börnin alsæl og mjög áhugasöm. Kartöflurnar voru þvegnar, flokkaðar og síðan eldaðar í mötuneyti skólans.
Síðustu tvo miðvikudaga höfum við skipt hópnum í tvennt, helmingurinn farið í skógræktina og hinn verið í vinnu uppi í skóla. Við ákváðum að tengja útikennsluna við stórubókarvinnuna og bjuggu börnin til húsið sitt úr allskyns efnivið sem þau fundu í náttúrunni. Þau unnu ýmist saman eða stök. Útkoman var fjölbreytt og skemmtileg.
Á leiðinni í skógræktina leituðum við að umferðarmerkjum og æfðum okkur í að fara eftir umferðarreglunum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is