2. SRR fór á kaffihús

Í gær fór 2.SRR á kaffihúsið Skökkina. 2.MRJ og 2.EJ voru þá búin að fara fyrr í vetur. Það var tekið einstaklega vel á móti okkur öllum, viðmót gott og börnin fengu sér kakó og kleinur. Að sjálfsögðu var tími aflögu til að leika sér aðeins á Akratorgi áður en hoppað var upp í strætó og haldið aftur upp í skóla. Ferðirnar gengu vel í alla staði og börnin voru til fyrirmyndar. Þökkum við Skökkinni vel fyrir okkur.