3. bekkur heimsótti slökkvistöðina

Í haust fórum við í 3. bekk í heimsókn á slökkvistöðina og fengum að skoða okkur um ásamt því að við fengum smá fræðslu um eldvarnir. Í framhaldinu fengu krakkarnir afhent ýmislegt sem tengist eldvörnum s.s. bæklinga og fræðsluefni. Þau fengu einnig að taka þátt í getraun sem tengdist eldvarnarvikunni. Í síðustu viku var dregið úr getrauninni og Mikael Aron í 3. KVH var dreginn út hér á Akranesi. Hann fékk vegleg verðlaun sem voru afhent á 1-1-2 deginum 11. febrúar á slökkvistöðinni. Við óskum Mikael innilega til hamingju með vinninginn.
Kær kveðja,
Ella, Eyrún og Katrín Valdís