3. bekkur heimsótti slökkvistöðina

3.bekkur fór á slökkvistöðina í morgun. Þar fengum við góða kynningu um eldvarnir, skoðuðum bílana og sáum hvernig klippur eru notaðar. Á morgun fá allir kynningarbækling í töskuna um eldvarnir og getraun sem börnin fylla út heima með ykkar hjálp og skila til okkar. Frábært tækifæri til að fara yfir eldvarnir heimilisins.