Í vikunni fórum við í 3.bekk í heimsókn á slökkviliðsstöðina. Slökkviliðsstjórinn, slökkviliðsmaður og slökkviliðskona tóku vel á móti okkur og fræddu okkur um eldvarnir. Slökkviliðskonan var í búningi og með súrefniskút. Ef það kviknar í þarf hún að fara inn í eldinn og leita að fólki sem gæti verið þar.
Okkur var sagt að það ættu að vera reykskynjarar heima hjá öllum og það þyrfti að skipta um rafhlöðu á hverju ári. Það þarf líka að vera slökkvitæki á hverju heimili og eldvarnarteppi í eldhúsinu. Við horfðum á kennarana æfa sig að slökkva eld með eldvarnarteppi. Þetta var mjög góð ferð og við þökkum kærlega fyrir okkur.
Bestu kveðjur, 3.bekkur
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is