3. bekkur í Brekkubæjarskóla í heimsókn

Síðastliðinn föstudag fengum við í 3. bekk góða heimsókn frá jafnöldrum okkar í Brekkubæjarskóla. Við buðum þeim að spila við okkur, borða nesti og koma með okkur út í frímínútur. Við krakkarnir úr báðum skólum lékum okkur saman , spjölluðum og hlógum mikið. Við stefnum svo á að heimsækja þau í Brekkubæjarskóla í vor. Takk kærlega fyrir komuna.