3. bekkur í vettvangsferð

"Við í 3. bekk fórum í vettvangsferð í dag. Við gengum niður í Kalmansvík og skoðuðum bæði listaverkin Elínarsæti eftir Guttorm Jónsson og Tálbeituna eftir Bjarna Þór Bjarnason. Við erum þessa dagana að læra um bæinn okkar Akranes, sögu Akraness, landnámsmenn, þjóðsögur, fyrirtæki o.fl. Gönguferðin gekk vel, dásamlegt veður og frískir krakkar".
Með kveðju frá Ellu, Eyrúnu og Katrínu.
 
Nóg um að vera hjá 3. bekkingum!