4. bekkur á faraldsfæti

Miðvikudaginn 27. maí fór 4. bekkur í mjög skemmtilega og lærdómsríka ferð til Reykjavíkur.  Þar hittu þau fyrir nokkra alþingismenn og skoðuðu Alþingishúsið og Alþingisgarðinn.  Þau fóru líka á Landnámssafnið 871 +/-  sem er niðri í miðbæ.  Mjög áhugavert og skemmtilegt safn.   Einnig var gengið um miðbæ Reykjavíkur og merkir staðir skoðaðir sem tengjast sögunni um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.  Hádegismaturinn var grillaður í Húsdýragarðinum og dagurinn endaði á því að börnin skoðuðu sig um og léku sér saman.
Kveðja, umsjónarkennarar