4. bekkur fékk góðan gest

Við í 4. bekk fengum góða heimsókn í morgunsárið. Eydís Líndal, móðir Asks og jarðfræðingur, kom til okkar og fræddi okkur m.a. um hreyfingu flekanna á jarðskorpunni og hvernig þeir hafa áhrif á landmótun. Hún sagði okkur líka frá því hvernig eldgos verða til og frá eldstöðvum á Íslandi. Einnig sagði hún okkur frá því hve gamalt landið okkar væri og hvernig heimurinn hafi verið á tímum Pangea. Hún sýndi okkur fullt af myndum, m.a. hvernig hafi verið hér umhorfs á Akranesi á ísöld og áhrif þess þegar jökullinn bráðnaði. Krakkarnir hlustuðu mjög vel og voru afar fróðleiksfús.