4. bekkur með sýningu í list- og verkgreinaálmunni

Í dag var foreldrum 4.bekkjar boðið á sýningu á munum sem krakkarnir höfðu búið til í  list-og verkgreinum í tengslum við söguna um Rauðhöfða.
Nemendur voru jafnframt með tónlistaratriði og Þóra Gríms sagnaþula sagði söguna um Rauðhöfða.
Sýningin heppnaðist mjög vel og margir komu til að njóta hennar. Sjá meðfylgjandi myndir: