Kennararnir í 7. bekk í Grundaskóla ásamt nemendum þeirra eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni sem ber heitið Climate change and biodiversity. Verkefnið er til tveggja ára og er samstarfsverkefni við skóla frá Portúgal, Finnlandi og Kýpur. Í upphaflega skipulaginu stóð til að kennarar og nokkrir nemendur 7. bekkjar færu í heimsókn til Finnlands í desember og Portúgals í vor. Þar sem það hefur ekki verið í boði að ferðast á þessu skólaári vegna Kórónuveirufaraldursins þá höfum við þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum og vera eingöngu í samskiptum í gegnum netið.
Hér má sjá kynningarmyndband sem árgangurinn gerði til að senda út til hinna þátttökulandanna:
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is