Hallbera F. Jóhannesdóttir, rithöfundur og kennari kom við í Grundaskóla og afhenti Sigurði Arnari skólastóra eintak af nýrri bók sinni, Á ferð og flugi með ömmu í Akrafjalli. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Á ferð og flugi með ömmu. Verkið er innbundið, vandað og ríkulega myndskreytt af Skagamanninum Bjarna Þór Bjarnasyni.
Þetta er bók sem á að vera til á hverju heimili á Skaganum. Amma gengur á Akrafjall með Smára og fræðir hann um örnefni og leyndardóma fjallsins okkar. Á göngunni vakna spurningar. Hver var Geirmundur og hver var Guðfinna? Búa jólasveinar í fjallinu, skessur eða útilegumaður? Þessum spurningum og mörgum fleiri velta amma og Smári fyrir sér á göngu sinni. Við sumum fæst svar, öðrum ekki.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is