Ekki eru allir sem þekkja orðasambandið „að brjóta odd af oflæti sínu.“ Það er stundum notað um þann sem lendir í þannig aðstæðum að hann verður að vinna bug á stórlæti sínu, láta af stolti sínu. Slíkar aðstæður geta komið víða upp s.s. í námi eða samstarfi milli aðila.
Hins vegar er þetta orðasamband gamalt og þekkist í fornu máli. Orðið oflæti merkir ‛dramb, hroki’. Líkingin er þannig hugsuð að oflæti sé eins konar vopn (sverð eða spjót). Þegar oddurinn hefur verið brotinn af verður vopnið sljótt og bitlítið. Viðkomandi getur ekki barist af sömu hörku og áður.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is