"Það sem ungur nemur, gamall temur"

Í gær áttum við góða stund saman, nemendur úr 2. bekk og 8. bekk.  Í tilefni af Degi náttúrunnar þann 16. september næstkomandi fórum við og gróðursettum birkiplöntur í Grundaskólaskógræktinni svokallaðri. Við hreinsuðum frá trjánum sem fyrir voru og gróðursettum fleiri birkiplöntur. Gleðin var svo sannarlega við völd þennan morguninn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.  Samvinna eldri og yngri einkenndi morguninn, "það sem ungur nemur, gamall temur".