Í gær áttum við góða stund saman, nemendur úr 2. bekk og 8. bekk. Í tilefni af Degi náttúrunnar þann 16. september næstkomandi fórum við og gróðursettum birkiplöntur í Grundaskólaskógræktinni svokallaðri. Við hreinsuðum frá trjánum sem fyrir voru og gróðursettum fleiri birkiplöntur. Gleðin var svo sannarlega við völd þennan morguninn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Samvinna eldri og yngri einkenndi morguninn, "það sem ungur nemur, gamall temur".
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is