Áfram heldur lestrarkeppnin á miðstigi


5. VS og 5. IHÓ öttu kappi í dag í spurningakeppninni ásamt 7. HJ. Úr varð æsispennandi keppni þar sem úrslitin réðust í síðustu spurningunum. Allir stóðu sig með miklum sóma, bæði keppendur og áhorfendur. Fór svo að 5. IHÓ komst áfram og mun keppa í undanúrslitum.