Í byrjun skólaárs var tekin sú ákvörðun að banna alfarið notkun snjallsíma á skólatíma. Bannið var sett tímabundið eða fram að vetrarfríi. Í vikunni fyrir vetrarfrí var send út könnun til allra foreldra þar sem einfaldlega var spurt hvort foreldrar vildu styðja áframhaldandi símabann. Svörun var góð og niðurstaðan var afgerandi þar sem 94% foreldra studdu áframhaldandi símabann þannig að við höldum okkur við það áfram ótímabundið.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is