Nú á síðustu kennsludögunum héldu nemendur á miðstigi beggja grunnskólanna sameiginlegan þakkardag.
Þetta er fyrsta árið okkar sem vinaliðaskólar og byrjuðum við á miðstiginu. Verkefnið tókst afar vel og eiga nemendur hrós skilið fyrir vel unnin störf í vetur þar sem þeir hafa haldið úti leikjum fyrir samnemendur sína í frímínútum.
Til að þakka þeim vinaliðum sem hafa staðið vaktina frá því í janúar áttum við góðan dag í Vatnaskógi þar sem m.a. var farið á báta og í leiki og svo grilluðum við saman.
Takk fyrir veturinn.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is