Allir lesa - landsleikur í lestri

Landsleikurinn, "Allir lesa" fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og mun standa yfir í um mánuð.
Eins og áður skiptist liðakeppnin í þrjá flokka: vinnustaðaflokk, skólaflokk og opinn flokk.


Landsleikurinn er tilvalin leið til að hrista fólk saman og skemmta sér við lestur um leið og keppt er til sigurs. Vinahópar, fjölskyldur, saumaklúbbar, vinnustaðir eða deildir innan vinnustaða o. fl. geta tekið sig saman og skorað á aðra í skemmtilega keppni. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnum sínum, jafnvel þeim ólæsu, og skrá þær stundir sem lesið er fyrir og með börnunum. Þátttakendur mynda lið og skrá lestur á vefinn www.allirlesa.is. Þau lið sem verja samanlagt mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Allir geta tekið þátt enda er þetta bæði sáraeinfalt og stórskemmtilegt!
Skráning liða hefst 15. janúar en sjálfur landsleikurinn er í gangi frá 22.janúar til 21. febrúar.