Allir með hjálma

Eins og allir vita er mikið öryggisatriði að reiðhjólamenn á öllum aldri noti nauðsynlegan öryggisbúnað. Starfsfólk Grundaskóla reynir að vera öðrum fyrirmynd og í vikunni áttu starfsmenn þess kost að kaupa sér flotta reiðhjólahjálma á sértökum vildarkjörum. Að sjálfsögðu létu menn ekki slíkt vildartilboð framhjá sér fara og keyptu eigulegan grip og eru fyrir bragðið öruggari í umferðinni.
Á myndinni má sjá Ragnheiði Gunnarsdóttur, skólaliða á miðstigi með nýjan hjálm.