Alþjóðlegi Downs dagurinn

Í dag mættu margir nemendur og starfsmenn Grundaskóla í litríkum og ósamstæðum sokkum til að fagna fjölbreytileikanum og minna á Downs daginn 21.3.2022. Með því að mæta í sitt hvorum sokknum fögnum við fjölbreytileikanum í skólanum og lífinu almennt. Eitt af markmiðum dagsins á heimsvísu er einmitt að auka vitund og minnka aðgreiningu.

Dagsetning alþjóðlega Downs dagsins er engin tilviljun því hún er táknræn og vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litningi í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litningi 21 = 21.03.