Árshátíð Grundaskóla 2015

Meðfylgjandi er brot úr upptöku á árshátíðarsýningu Grundaskóla árið 2015. Glæsileg sýning og upptaka geymir yndisleg minningarbrot. Þess má geta að Hollvinafélag Grundaskóla hefur nú látið fullvinna allar árshátíðarsýningar skólans aftur til ársins 1999. Vonast félagið til að geta endurunnið myndbandsupptökur allt frá upphafi skólastarfs í Grundaskóla árið 1981. Ómetanleg vinna sem verður seint þökkuð.
Við skellum hér inn stuttu broti frá árshátíðarsýningunni 2015.
https://www.youtube.com/watch?v=nUXBGbpTt6o&feature=youtu.be