Athugið

Ágætu foreldrar
Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri á Suðvesturlandi fyrrihluta dags. Grundaskóli verður opinn og skipulag á áætlun en ykkur er í sjálfsvald sett hvort þið sendið börnin ykkar í skólann. Við biðjum um að það sé tilkynnt sérstaklega annað hvort símleiðis eða í tölvupósti (grundaskoli@akranes.is) ef þið ákveðið að halda þeim heima við. Við hvetjum ykkur til að gæta öryggis og fylgjast með veðurfréttum. Eins biðjum við um að þið sækið börnin ykkar í skólann ef veðrið verður ekki gengið niður þegar skólatíma er lokið hvort heldur er eftir kennslu eða skóladagvist. .
Hafið samband við skólann ef þið óskið frekari upplýsinga.